Fara í efni

ÞJÓÐIN BLÓÐMJÓLKUÐ!

Ætlar Innanríkisráðherrann að standa við loforð um mannréttindi í hvívetna? Ásamt því að virða og heiðra álit Mannréttindanefndar SÞ? Og þar með að bæta þeim sjómönnum þau mannréttindabrot sem framin hafa verið? Ekki trúi ég að Innanríkisráðherrann óttist gengið í LJÚ? Að gefnu tilefni finnst mér rétt að árétta við Innanríkisráðherrann stórfelld lögbrot sem framin eru enn í dag, sem og undanfarna áratugi, allt frá setningu kvótalaganna 1984. Umboðssvik og stórfelldan þjófnað í aðal útflutnings atvinnugrein Íslands. LJÚ gengið selur sjálfu sér útfluttar afurðir til erlendra hafna, úr vinstri vasa yfir í þann Hægri. Þarmeð eru klúbbfélagar í LJÚ að arðræna Íslensku þjóðina um ekki minna en 150% til 200% af útflutningi. Sleppa við að gefa upp til launa, skatts og skila inn í þjóðarbúið heildartekjum af helstu útflutnings atvinnugrein Íslendinga. Mismunurinn fer á erlenda bankareikninga. Dæmi: 200 milljóna túr af frystitogara gerður upp til launa og gjalda ásamt bókhaldi "Löglegs" fyrirtækis á Íslandi er selt úr þeim vinstri yfir í þann HÆGRI. Sem síðan er selt á um 150 % til 200 % virðisauka, erlendis. Ég kalla þetta að blóðmjólka þjóðina, meira en nokkrir útrásar bófar hafa nokkurn tíma gert. Enn viðgengst sviksemin við þjóðina.
Kveðjur Góðar.
Birgir Rúnar Sæmundsson