Fara í efni

ÞEGAR JÓAKIM VON AND FÆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem hlíft hefur verið við krumlum braskara. Hér er engu slíku fyrir að fara. Auðvitað hefði mátt byggja á hluta af þessu svæði en ekki svona gróteskt! Um þetta heyrist mér allir vera sammála nema Jóakim von And og hans líkar.
Jóel A.