Fara í efni

Þegar Framsókn hverfur

Sæll Ögmundur
Þá er ég kominn heim eftir langt og mikið frí.

Einhverja athygli vakti vísa  sem ég orti í framhaldi af skoðannakönnun, þar sem Framsókn virtist ætla að hverfa. Vísan hefur allavega ratað víða og orðið tilefni skrafs og skrifa.

Svona til að óskhyggja mín og spádómsgáfa fái ennþá meiri slagkraft, vil ég að þessi vísa fái að ná til landans:

 

Burtu dapur flokkur fer,
feigð að honum sverfur,
þrifalegt mun þykja hér
þegar Framsókn hverfur.

 

Kveðja,
Kristján Hreinsson, skáld