Fara í efni

ÞARF AÐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? Varðandi Manhattan ummælin sem voru alveg rétt að þá finnst mér mikilvægt að minna á að Manhattan er allt fullt af alls konar minni görðum og mikið er lagt upp úr því að íbúar hafi svæði fyrir krakka, fullorðna og hunda. Ég efast um að nokkuð almenningssvæði hér bjóði upp á aðbúnað eins og finnst alls staðar þar. Brooklyn til að mynda hefur síðustu ár unnið að bryggjunum þar og ólíkt okkur að þá hafa þær svo gott sem allar farið undir afþreyingar aðstöðu íbúnna og eru stórglæsilegt svæði. Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar.
kv.
Daníel Þór

Sæll og takk fyrir bréfið. Já, fundurinn var tekinn upp og vonast ég til að geta komið honum á netið hið fyrsta. Læt vita hér á síðunni.
Kv.,
Ögmundur