Fara í efni

ÞAKKA AFSTÖÐU ÞÍNA

Getur það verið að þú ætlir eina ferðina enn að vera röddin gegn múgæsingu peningafrjálshyggjunnar sem sér það sem mesta ógnun við stöðugleika ef hætt verður að okra á fólki? Svona var þetta fyrir hrun og af fjölmiðlum að dæma eru stjórnmálamenn úr ÖLLUM flokkum að taka undir þetta og skammast út í það að veitt skuli hafa verið sæmileg lán til fyrstu kaupa á lítilli íbúð eftir kosningarnar 2004. Ég heyri ekki betur en flokksfélagar þínir skammist út af þessu og hafi ásamt Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki áhyggjur af því að Framsóknarflokkurinn framfylgi loforðum að koma til móts við skuldug heimili! Hvenær ætlið þið að skilja hvers vegna almenningur treystir ykkur ekki? Það er út af svona málflutningi. Þetta bréf skrifa ég hins vegar ekki til að skammast út í þig heldur til að þakka þér fyrir þína afstöðu - nú sem fyrr.
Jóhannes Gr. Jónsson