Fara í efni

ÞAÐ VAR OFTEKIÐ!

Sæll Ögmundur. Þar sem þú ert nú orðinn mannréttindaráðherra má ég til með að minna þig á að grundvallar mannréttindi eru meðal annars falin í því að þegnarnir hafi þak yfir höfuðið og salt í grautinn. Ég treysti því að þú hafir kjark til þess að halda á lofti kröfum "Sigtúnshópsins" að lífeyrissj., bankastofn. og ÍLS skili aftur ofteknum "tekjum" til grandalausra skuldara. Hvar væru lánveitendur staddir ef ekki væru lánþegar? Aðal brandarinn er að talsmenn lífeyrissj. (lesist Gylfi Arnbjörnsson) segir að slíkt bryti í bága við lög um lífeyrissj. Fyrir nokkrum vikum "keyptu" lífeyrissj. flugfélag og önnur fallít fyrirtæki. Fyndið ekki satt ? Ég er til í tuskið.
Sigurður Helgi Guðmundsson