Fara í efni

ÞÁ STYTTIST TIL AMERÍKU

Ef Grænland Trump tekur
öll tilþrifin sýna það
þá upp mikinn vanda vekur
Ameríka komin í hlað.

,,Óværan færist NÆR‘‘

Einræðið vaknað verið klár
valdníðsla breiðist út
Upp grefur gömul og ný sár
allt komið í hnút.

Enginn vill eiga okkur
útkjálka þjóð
Eldfjöll jú eru nokkur
og víkingablóð.

Hlýjar kveðjur

Kæri vinur komdu sæll
kveðskap þér sendi
Góður drengur og indæll
á það öllum bendi.

Árin sem eftir eru
eflaust teljast fá
Eftir langa lífs tilveru
ánægður vera má.

Höf.
Pétur Hraunfjörð