Fara í efni

ÞÁ BATNA SÁR

Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.

Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.

Vinstri/Græn nú virðast ósátt
um vandræðin ei dylgi
Flokkinn minka smátt og smátt
og smánarlekt er fylgi.

Manréttindi margir velja
múgurinn rís til dáða
Við einræði ei vilja dvelja
eymdina þyrnum stráða.