Fara í efni

TALSMENN BARNA?

Í Morgunblaðsgrein þinni um áfengisfrumvarpið segir þú: "Á fundinum var vísað til þess að stjórnmálaflokkar á Alþingi hafi tilnefnt sérstaklega einn þingmann hver, ásamt varamanni, til að gerast sérstakir talsmenn barna. Vildu menn vita hvaða afstöðu þessir þingmenn tækju til þessa frumvarps í ljósi þess að foreldrasamtök og æskulýðssamtök hafi tekið mjög eindregna afstöðu gegn því."
Ég er búinn að leita að því hverjir þetta eru en veit ekki hvar á að finna þessa þingmenn. Mér leikur forvitni á að vita hvort í þessum hópi eru einhverjir sem tala fyrir þessu máli.
Ég hef þá sögu að segja að Bakkus eyðlagði æsku mina og vil þess vegna vita hvort einhverjir þingmenn eru að skreyta sig með sérstakri nafngift sem talsmenn barna, ef á daginn kemur að þeir ganga síðan gegn því sem foreldrasamtök sem vilja vernda born óska eftir ...
Ég fékk nóg áfengi í æsku þótt það væru aðrir sem drukku fyrir mina hönd.
Einn þurr allt lífið