Fara í efni

T VÆR MYNDIR - SAMA SETTIÐ


Þegar Blair og Bush koma saman fram til að verja Íraksstríðið, svo dæmi sé tekið. Þá taka þeir ganginn, eins og sagt er í Ameríku, – ganga ákveðnum skrefum eftir rauðum dregli í takt og stilla sér svo upp við þar til gerð púlt í húsi, sem ber sama nafn og auglýsingastofa sem kom við sögu þegar hugtakið “skítlegt eðli” heyrðist fyrst við Austurvöll fyrir sextán árum. Þeir flytja stutt ávörp um lýðræðislegar skyldur Vesturveldanna, nauðsyn innrásarinnar í Írak, eða minnkandi barnadauða þar í landi, eða tala jafnvel um umbótasinnaðar ríkisstjórnir. Svo svara þeir fyrirframgefnum spurningum og láta sig hverfa.
Allt er þetta undirbúið, jafnvel göngulagið; og þú segir þetta, þá segi ég þetta, og svo fer ég í Kastljósið og þú ferð einn til Ólafs. Leikrit þar og leikrit hér. 
Stefán