Fara í efni

SÝNUM SÓMA

Sæll Ögmundur.
Ég eins og fleri horfðum á heimildarþátt sjónvarspins í fyrrakvöld (sunnudag) um stolnu rúðurnar frá Coventry kirkju sem eru þeim jafn mikil þjóðargersemi eins og handritin gömlu eru okkur. Þessar rúður eru í Akureyrarkirkju og Áskirkju m.a. og eru tvær geymdar í geymslu í Áskirkju og ekki einu sinni notaðar. Mig sveið í hjartað við að horfa á sinnuleysi okkar. Af hverju erum við ekki búin að skila þessu þýfi. Auðmýktin frá Coventry er aðdáunarverð en hvernig við höfum brugðist við er til skammar. Já ég og svo margir aðrir spyrjum okkur í dag, væri ekki það þjóðinni til sóma að sýna þá dyggð að skila Coventry aftur það sem þeir með réttu eiga?
Björg F. Elíasdóttir