Fara í efni

SUMARIÐ KEMUR

Bráðlega við sumarið sjáum
sem lyftir okkur á tá
Þá heilsu og heilbrigði fáum
og helvítis pestin frá.

Brynjar telur Bubba tjá sig um mál sem hann hafi ekkert vit á !!

Telur Bubba vanta vit
Brynjar virðist óður
Því Samherji hér sýni lit
 og svakalega góður

Brynjar ósammála Ásgeiri: ,,Fræðimenn hafa greint þetta sem sjúkdóm sem tengist fávitaskap‘‘

Fáir bera af ´onum blak
Brynjar fór í díið
Ætti nú að taka sér tak
og minka fylliríið.

Höf. Pétur Hraunfjörð.