Fara í efni

SUBBUSKAPUR!!!

Heildarkröfur í bú Landsbankans eru miklar og tap viðskiptamanna hans um 6500 milljarðar króna. Fyrir utan stjórn bankans, sem ber afar vel skilgreinda ábyrgð á rekstri hans, bera eigendur, bankastjórar og æðstu stjórnendur mesta ábyrgð á óráðsíunni. Í fréttum í dag er sagt að Steinþór Gunnarsson framkvæmdarstjóri verðbréfasviðs LÍ fari fram á 490 milljónir króna úr þrotabúinu, Bjarni Þórður Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar bankans, geri köfu á búið upp á tæpar 377 milljónir króna, Guðmundur P. Davíðsson, sem sagður er hafa verið forstöðumaður fyrirtækjasviðs, mun gera 316 milljóna kröfu og Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi forstöðumaður hagfræðideildar, gerir um 229 milljóna krónu kröfu í búið. Nú væri óskandi að fjölmiðlar gerðu grein fyrir þessum kónum og upplýstu á hvaða grundvelli þeir gera þessar kröfur. Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, mætti svo spyrja hvaða ráð hún kaupir og þiggur af fyrrum aðstoðarmanni sínum nú, sem er í þessum hópi, og hvort verðið fyrir þau ráð séu í ætt við kröfuna á Landsbankann. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, sem þekktur er fyrir nýstárlegar mannaráðningar, gæti svo útskýrt fyrir alþjóð hvort einhver stór-kröfuhafanna er verktakaráðinn hjá honum í ráðuneytinu og í öðru lagi hvort búið sé að samþykkja lagafrumvarp á Alþingi sem veitir einum kröfuhafanum feitt embætti í húsnæðiskerfinu. Subbuskapurinn í kringum þessa ríkisstjórn fer vaxandi sýnist mér, en vonandi er hann ekki smitandi. Hvað ætli menn sem gera svona kröfur hafi haft af innlendum og erlendum viðskiptamönnum með sérfræðimenntun sinni og áræðni? Enginn þeirra ætti að fá að sýsla með eignir almennings eða hagsmuni, aldrei.
Kveðja,
Hafsteinn