Fara í efni

STYTTIST Í GAMLA FARIÐ

Frjálshyggju stefinu stefnum að
styttist í gamla farið
Nú bankasalan er kominn á blað
Íhaldið tók af skarið.

Nálgumst brátt næsta hrun
nú selja ætla banka
Hér Elítunni er mikið í mun
okkar eignum sanka.

Hér yfir Elítan einatt grætur
ef lægstu launin hækka á
En hafa á því mestar mætur
að sjálfir munu eitthvað fá

Hér fylleríin og fjandans dópið
á fjöldamanns um víðan völl
Heimilisofbeldi og skóla skrópið
nú skelfir okkur næstum öll.

Yrkja ljóð ég enn þá get
eins og fyrrum daga
Ég orðin ljúfu saman set
þá er kominn saga.

Til Ameríku ég eflaust fer
ef að líkum lætur
Svolítið nervös sjálfsagt er
lítið sef um nætur.

Á landinu okkar litla hér
lítið er að gerast
Frétt þó maður sagði mér
sem ekki má berast

Nístings kuldi kælir pung
kapítalistar hér ráða
Íhaldsstjórnin enn-þá ung
en sækir til dáða.

Lítið annað hugsað hef
heldur fyrir mér vöku
Lága einkunn landinu gef
og Amerískri landtöku.

Ei tilviljun það teljast má
En tel í orðum skráðum
Ég Ameríku vil alls ekki sjá
Eða fara þangað bráðum.

Laumaðu einni og einni inn
 ef þú Ömmi getur
Í Ameríku verð víst um sinn
 vinarkveðja Pétur.

Höf. Pétur Hraunfjörð.