Fara í efni

STYÐ VELFERÐAR-STJÓRN, EKKI ICESAVE-STJÓRN

Ég hlustaði á þig á Sprengisandi hjá Sigurjóni Egilssyni í gær og á Rás 2 í morgun þar sem þú fjallaðir m.a. um Icesave málið og deilur innan VG og ríkisstjórnarinnar. Það rann upp fyrir mér að umræðan hefur verið á villigötum. Auðvitað var þessi ríkisstjórn ekki mynduð um Icesave-samninginn heldur um velferðarkerfið íslenska einsog þú sagðir. Það er fáránlegt að stilla málinu upp eins og þetta snúist allt um Icesave. Ríkisstjórnin hefur ekki leyfi til að gera Icesave að úrslitamáli!  Ég er reiðubúinn að styðja ríkisstjórnina - að vísu ekki fyrr en þú ert kominn inn í hana aftur - og þá ekki sem Icesave-stjórn (því ég er á móti Icesave) heldur sem velferðarstjórn.
Með kveðju,
Jóhannes Jónsson