Fara í efni

STÓLLINN TRYGGÐUR

Eftir hægar hríðir komst á koppinn
Katrín og stjórnin fyrir horn sloppin
stóllinn tryggður
grunnur byggður
að frjálshyggjustjórn sem er orpin.

VONT VERÐUR VERRA'

Hún virðist nú ekki einkar hlý
enda var hún á felgunum
Þó ríkisstjórnin hér þykist ný
er gamalt sull á belgjunum.

ER STÓLLINN OF DÝR

Nú er komin stjórnin ný
neyðarlegt er gjaldið
þar Kata verður undir því
Íhaldið fær allt valdið.

FJÓRÐA BYLGJAN

Nú er komið Covíd nýtt
nánast fór öll von
Þó að Þórólfi verði hlýtt
Þá fáum við Ómíkron.

,,Æi enn og aftur‘‘

Fæðingahríðum fer að ljúka
við frjálshyggju ríkisstjórn
Svo byrjar ´ún kjaft að brúka
því bágstaddir sitja í fórn.

,,Almesta dýraníð Íslandssögunar‘‘

Á blóðmerum nú bændur græða
berja á hrossum og líka hræða
ásetningur skýr
blóðdropinn dýr
og vesalings dýrin látin blæða.

Höf. Pétur Hraunfjörð.