Fara í efni

STJÓRNMÁLAMENN SKOÐI AÐFÖRINA AÐ JÓHANNI R. BENEDIKTSSYNI

Sæll Ögmundur!
Ég hef verið félagshyggjumaður frá því ég man eftir mér. En það skiptir reyndar ekki máli nú! Nú er um algjört prinsip mál að ræða! Ég starfa í liði Jóhanns R. Benediktssonar. Og ég er verulega hugsi yfir atburðum síðastliðna daga (og reyndar alls þess tíma er aðdragandi þeirra spannar). Hér er á ferðinni grafalvarlegt, samfélagslegt mál! Ég hef haft a.m.k. örlítið veður af þeirri aðför er Jóhann hefur þurft að sæta í starfi sínu! Mig grunar að rótin að vandanum felist m.a. í því að Jóhann hefur verið farsæll leiðtogi og tekist að þétta liðsheildina með eftirtektarverðum árangri. Ríkislögreglustjóri er í skugganum af þessum staðreyndum!! Langar að benda á blog mitt í þessu samhengi: http://eirikus.blog.is/blog/eirikus/
Mjög mikilvægt er að stjórnmálamenn skoði þetta mál til hlítar. Atburðir síðastliðna daga eru algerlega óásættanlegir! Hér er ekkert smá mál á ferðinni! Nú óska ég þess heitast, ef stjórnmálamenn hliðhollir ríkisstjórn bera ekki gæfu til að opna augun fyrir vandanum, að stjórnarandstöðunni takist að stinga á því meini sem liggur til grundvallar þeim vanda sem hér er til umræðu. Brýnt er að ábyrgir aðilar taki málið til umfjöllunar af festu og leiði það til niðurstöðu, þó helst farsælla lykta. Nú bindi ég von mín við minn flokk! Kveðja,
Eiríkur Sigurjónsson