Fara í efni

STJÓRNIN FINNUR EKKI TAKTINN

Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.

,,Já lífið og tilveran‘‘

Þar aleigan er jú eigið líf
en Pútín vill því granda
Lífsbarátta ströng og stíf
í stríðshrjáðum vanda.

,,Fátæktin og fjötrarnir‘‘

Já helvíti er hart í ári
hér falla tárin smá
Jón okkar kaldi klári
engan kærleika á.

,,RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS ER AÐ SENDA FÓLK TIL HELVÍTIS‘‘

Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.

,,FORSÆTISRÁÐHERANN ‘‘

Hún vegtyllur og völdin kaus
Hún er víst ekki á förum
Hún orðin er líka heyrnalaus
Hún færist undan svörum.

EKKI HÆTTUR EN ENDURBÆTTUR

Já eftir viku eða tvær
ertu hingað mættur
Alþýðu ertu ávallt kær
og nú endur bættur.

Júní. 2022 ,,SUMARIÐ ER KOMIБ‘

Komdu vinur komdu fljótt
komin er hér albjört nótt
Kanavist þú kveður skjótt
kærleika hér færðu gnótt.

Höf. Pétur Hraunfjörð.