Fara í efni

Spurt um formann VG

Er Steingrímur J í felum?
Anna Fr. Jóh.

Sæl Anna.
Þetta er stutt og skorinorð spurning. Svarið er neitandi. Steingrímur var austur í Rússlandi að fylgjast þar með kosningum ásamt tveimur öðrum einstaklingum á vegum utanríkisráðuneytisins. Af þessum sökum fór hann út af þingi og í stað hans kom Hlynur Hallsson varþingmaður. Þetta skýrir fjarveru hans frá þinginu. Á undanförunum dögum hefur hann svo verið að tjá sig nokkuð í fjölmiðlum eins og sjá má.
Með bestu kveðju,
Ögmundur