Fara í efni

SPURT OG SVARAÐ

SVONA VAR ÞETTA, endemis rugl: Tillaga til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. (Lögð fyrir Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009.) Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa. Tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er lögð fram til þess að íslenska þjóðin fái tækifæri til að hafna eða samþykkja samning um aðild að sambandinu þegar hann liggur fyrir. Er þetta ekki það sem þú Ögmundur kallar í dag endemis rugl. En hvernig greiddi Ögmundur Jónasson atkvæði þessu endemis rugli þann 16.07.2009??
Jón Heiðar

Mér hefur alltaf þótt þessi áðildarumsókn vera rugl - þótt hún ætli að reynast ennþá meira rugl en mig hafði nokkurn tímann órað fyrir. Hluti þjðoarinnar er mér ósammála um þetta. Af virðingu fyrir lýðræðinu var ég reiðubúinn að víkja eigin skoðunum til hliðar varðandi málsmeðferð og láta reyna á aðildarmálið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samfylkingin hafnaði því að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðsl um hvort sækja ætti um aðild - sem hefði verið mest í anda lýðræðis - en þess í stað yrði látið reyna á að fá efnislegar niðurstöður í samningaviðræðum og kjósa svo. Á það féllumst við í VG - mörg hver - þar á meðal ég. Ég hef síðan hvatt til þess að við hröðuðum því að fá efnislegar niðurstöður í þyngstu málaflokkunum og efndum síðan til þjóðaratkvæðagreiðslu. Er þetta virkilega svona erfitt að skilja?
Kv.,
Ögmundur