Fara í efni

,,SPILLING Í SPARIFÖTUM”

Spillingin klæðist hér sparifötum
spásserar um alþingi og á götum
á peninga orga
ríkið má borga
og auðvalds Elítu ávallt mötum.

HIÐ GLEÐILEGA VIÐ FRÖNSKU VERKFÖLLIN

Lítið stoppar landinu
á lúxus er að flakka
Verkföllin ´ann vildi sjá
og kíkja á Frakka.

REYNT Á ÞOLINMÆÐINA

Á þolinmæði þegna hér
þrotlaust vilja á reyna.
Ljúga mikið og leika sér
alvörunni leyna.

Höf. Pétur Hraunfjörð.