Fara í efni

SOPIÐ Á KALEIKNUM

Samherji á kaleiknum sýpur
með sakleysi uppá tíu
Gróðann þeir geyma á Kýpur
og arðinn frá Namibíu.

AFSKRÁÐUR !

Til Ameríku mig lítið langar
leitt að segja frá
Kapítalisminn um allt angar
af bókun lét skrá.

,,Æji já‘‘

Fram undan er leiðin löng
lítinn sýni gáska
í meiriháttar manna þröng
og mikinn lífsháska.

,,GÓÐA FERБ‘

Til Ameríku nú leggur leið
lesa upp rauða þráðinn
En þar er talin gatan greið
og göfug er dáðinn.

,,RAUÐI ÞRÁÐURINN‘‘

Þráðurinn rauði þakkir fær
Þar farið er yfir sviðið
Það lesendur það færir nær
Þó langt sé um liðið.

,,FÁTÆKTIN‘‘

Með örlæti lyfta má andanum
mannskapurinn fær brauð
þá leysist úr þjóðfélags vandanum
og liða mun tímans nauð.

PH OG ÖJ Á LEIÐ VESTUR UM HAF?

Til Ameríku nú ætla þeir
auðlegð unga hvetur
þar er banki þar er Geir
þar Ömmi leiðir Pétur.

Höf. Pétur Hraunfjörð.