Fara í efni

SÖNGVARI EÐA HROSS ÚR ÁRMÚLANUM

Og svo stofnsettu þeir banka, nýjan banka, ríkisbanka á grunni gamla bankans, sem átti íbúð í Lundúnum sem hann lánaði fyrirmönnum fyrr á tíð. Allir skráðu nöfn sín í gestabók. Sú bók hvarf þegar fletta átti upp hverjir höfðu fengið að liggja inni hjá Búnaðarbankanum í London.
Morgunblaðið segir frá því að „Nýi Kaupþing banki mun á morgun skipta um nafn og heita Arion banki. Segir bankinn, að nýja nafnið sé sótt í grískar fornsögur og vísi m.a. til þrautseigju, samvinnu og endurkomu. Efnt var til samkeppni um nýtt nafn meðal starfsmanna bankans og var nafnið valið úr á þriðja hundrað tillagna." Ja, fínt skal það vera. Beint úr grísku. Bara að þetta sé ekki grískur harmleikur. Morgunblaðið segir: „Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri, segir í tilkynningu að  nýtt nafn,
stefna og gildi marki nýtt upphaf hjá bankanum. „Við erum á vissan hátt að segja skilið við hið gamla og ætlum að takast á við þær áskoranir sem eru í samfélaginu af fullum krafti. Markmiðið er að byggja upp traustan, öflugan banka sem vinnur með og fyrir fólkið í landinu."

Gríska skal það vera til heiðurs hinum mikla söngvara Arion sem skemmti yfirboðurum sínum í Kórintu með söng og hljóðfæraslætti. Hann ku hafa verið liðtækur á sítar. Eitt sinn frétti Arion af forsögulegri evrópusöngvakeppni á Sikiley sem halda skildi. Út vil ek, sagði Arion, og stefndi fremur á topp en sextánda sæti, og hann hélt til mafíueyjunnar sem síðar varð. Það er ekki að orðlengja það, Arion kom sá og sigraði. Hann heillaði dómarana, var klappaður upp nokkrum sinnum og fékk fyrir bragðið digran sjóð og mikið lof. Á heimleiðinni varð Arion fyrir miklum hremmingum og komst við illan leik til síns heima.

Arion, já, beint úr grískunni, sonur Lesbos. Af myndastyttum að dæma er söngvarinn ekki ólíkur Elton John, sem hingað kom á vegum þess sem hlut átti í eiganda Arions.

Mér finnst þessi Arion vera úr Ármúlanum í Reykjavík, eða er það misminni? Mig minnti að Arion væri gamalt verðbréfumsýslufyrirtæki, eða var það fyrirtæki sem hjálpaði innlendum að koma fé úr landi? Kannski er það misminni. Voru það ekki þeir sem kynntu sig svona uppá ensku: „Arion Custody Services hf. was founded in April 2002.  The Minister of Commerce granted Arion its operating license on 14 October that same year and its operations are subject to laws on securities brokerages and under the supervision of the Financial Supervisory Authority.
Its headquarters were initially at Sóltún 26 in Reykjavik but are now at Ármúli 13.
Arion operations are built on the business prospect of establishing a custodian bank according to a foreign model which is an attractive business option for financial companies, pension funds and securities funds. It is economical for these parties to purchase management of their assets and that of their customers and thereby avoiding the cost of expensive computer systems, their maintenance and development, as well as staff and expertise.
To begin with the company had 31 employees in three main sectors, custody services, expert services and business relations. In February 2003 Arion took over pension fund accounting and settlement which Kaupthing Bank was in charge of. Arion's operates now in three main sectors, Custody and Settlement, Finance and Accounting and Pension Funds Services. At the start of the year 2008 the number of employees in Arion was 100.
Arion has grown much faster than estimated at first and by the end of 2006 its custodies were six times the initial prospect or around ISK 2,150 billion.  For comparison it may be mentioned that GDP in Icleand for 2006 was considerably less than that and the total assets of Icelandic pension funds were around ISK 1,496 billion at the end of 2006.
Arion is owned by Kaupthing Bank. Members of the Board at Arion are Mr. Finnur Sveinbjörnsson, President of the Board, Mr. Helgi Sigurðsson, Ms. Guðný Arna Sveinsdóttir, Mr. Kristján Þorbergsson and Mr.Einar Már Hjartarson.  Ms. Gudrún Ó. Blöndal is the CEO and is one of the pioneers behind the Arion business concept, along with Mr. Ásgrímur Skarphédinsson and Ms. María Sólbergsdóttir.
The number of Arion customers, both domestic and foreign, has grown annually. In addition to Kaupthing Bank in Iceland and it´s subsidiaries in the Faroes, Norway, Sweden, Finland and Luxembourg they are i.a.:  Reykjavík Savings Bank (SPRON), H.F. Securities hf., Keflavík Savings Bank and Nord Vest Securities hf.  Thirteen foreign banks also purchase custody and settlement services for Icelandic securities at Arion, such as Citigroup, Svenska Handelsbanken and Føroya Sparikassi."

Mig minnir að þeir hafi tekið fram, hjá gamla Arion, sérstaklega þetta: „Starfsfólk Arion vinnur eftir starfsreglum sem eru samþykktar af Fjármálaeftirlitinu." 

Grískt skal það vera, og glaðlegt, nema ef heitið verður skýrt með lítilli sögu um Póseidon og Demetru systur hans. Hún reyndi að komast undan honum og verjast ágengi hans og breytti sér í meri. Póseidon sá við henni og breytti sér umsvifalaust í graðhest. Úr þessu varð síðar hesturinn Arion. Kannski eru menn að vísa til þessarar sögu, og eru þá farnir að nálgast sveitina og landbúnaðinn. Upphafið. Kannski Arion sé eftir allt saman vísun í sjálfan Búnaðarbankann og allt sem á eftir kom.
Ólína