Fara í efni

SKÝR SPURNING OG AFDRÁTTAR-LAUST SVAR

Finnst þér rétt að ríkið selji eignarhlut sinn á Geysissvæðinu?
Edda

Sæl Edda
Það kemur ekki til greina í mínum huga! Mér finnst að ríkið eigi að eignast allt svæðið. Það ætti hið fyrsta að ganga til samninga um það. Að öðrum kosti á að taka náttúrperlur sem einkaaðilar reyna að gera sér að féþúfu eignarnámi.
Ögmundur