Fara í efni

SKATT Á ÚTFLÆÐI GJALDEYRIS

Góðan dag Ögmundur.
Seðlabanki Íslands er enn og aftur í sviðsljósinu vegna gjaldeyrishaftanna sem eru að knésetja þjóðina með rangri gengisskráningu og fleiru. Hvers vegna í ósköpunum hífa þingmenn ekki upp buxurnar og setja ný lög um sérstakan fjármagnstekjuskatt 50% á útflæði gjaldeyris umfram keypt aðföng og ná inn hugsanlega allt að 200 milljörðum í hreinar tekjur fyrir ríkissjóð? Þetta vita allir og ef þessir krónueigendur vildu hverfa á braut á þessum kjörum myndi gengi krónunnar litilsháttar siga en svo myndi mikil tekjuöflun ríkissjóðs vega það upp þar sem lækka mætti skatta snarlega sem kæmu heimilum til góða mun betur en launahækkanir.
Þór Gunnlaugsson