Fara í efni

SJÁ EFTIR AÐ KJÓSA SAMFYLKINGUNA - VILJA ÚT Á VINNUSTAÐINA!

Sæll vertu Ögmundur !
Ég vil nú bara þakka ykkur Vinstri grænum fyrir að standa upprétt og láta ekki ríkistjórnina og hennar lið á Alþingi alveg vaða yfir ykkur á þingi. Þið eruð eina stjórnarandstaðan sem eftir er í landinu og megið vita það að við venjulega fólkið kunnum að meta það. Maður hugsar til þess með hryllingi ef á nú líka að fara að þagga niður í gagnrýnisröddum þar líka. Til hvers er þá að fara og kjósa fulltrúa í von um að þeir geti að minnsta kosti staðið upp í hárinu á valdaklíkunum þegar allt er komið í hendurnar á burgeisaliðinu, ríkisstjórnin, fjármálaöflin og fjölmiðlarnir? Mér finnst gott að vita að þið eruð allavega ekki til sölu og það eiga margir eftir að sjá eftir að kjósa Samfylkinguna og aðra flokka sem gerast þjónar valdsins hvenær sem það býðst. Ef þið verðið borin ofurliði í þinginu og málfrelsi fólksins í gegn um ykkur sem kaus ykkur sem sína fulltrúa tekið af ykkur þá verðið þið að fara út í þjóðfélagið og heyja ykkar baráttu þar. Það verður þá að vinna á valdaklíkunum á götunni og vinnustöðunum ef Alþingi verður gert endanlega að útíbúi og stimpilpúða fyrir ríkisstjórnina. Ekki gefast upp, það eru margir sem sjá í gegn um þetta þó ríkisstjórnarútvarpið einkaháeff hamist gegn ykkur.
Guðmundur frá Hofi