Fara í efni

SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ

Sæll Ögmundur.
Hef lengi haft mætur á þér og skoðunum þínum. Var stuðningsmaður VG í síðustu kosningum einkum vegna ESB andstöðu flokksins, en hef eins og þúsundir annarra stuðningsmanna nú snúið baki við flokknum, vegna ESB svikana. Ég hef þó enn leyft mér að hafa trú á þér. En ef að það er rétt sem sagt er að þú ætlir enn og aftur að sýna af þér þann ótrúlega tvískinnung og héra hátt að ætla ekki að styðja það að málinu verði vísað til þjóðarinnar eins og Vigdís Hauksdóttir leggur nú til og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hefur lýst stuðningi sínum við. Þá ert þú að missa af síðasta tækifærinu til að sýna að þú sért maður sem stendur í lappirnar. Ef þú ætlar nú enn og aftur að standa með Össuri og co um að fella þessa tillögu þá er allt álit mitt á þér gufað upp og það á við um fleiri mér nákomna vini og ættingja. Þá verður þín pólitíska grafskrift eftir næstu kosningar. "Fyrrum hugssjónamaðurinn, sem varð fórnarlamb ESB áróðursins" !
Gunnlaugur Ingvarsson