Fara í efni

SÁRT BÍTUR SOLTIN LÚS

Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.

Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.

Vinstri Græn við dauðans dyr
og drjúga hafa þanka
Bjarni saklaus sem aldrei fyrr
eftir sölu Íslandsbanka.

Ef ríkisstjórnin færi frá
Það flestra hylli nyti
Kata komin á sakaskrá
til kosninga nú liti.

Þrautir mínar þér nú tel
Þar virðist fátt til varna
Þér nú vandann þarna fel
Þið megið reka Bjarna.

Höf. Pétur Hraunfjörð.