Fara í efni

SAMTÖK UM BÆTTA VÍNMENNINGU EÐA UM HEIMDALLARPÓLITÍK?

Í Kastljósþætti vær rætt um "vínmenningu" og nýjar kannanir á áfengisneyslu. Í þættinum kom sitthvað fróðlegt fram. Í þættinum voru ráðgjafar um áfengismál og forsvarskona Samtaka um bætta vínmenningu.  Þegar leið á umræðuna kom betur og betur í ljós að samtökin tala greinilega fyrst og fremst máli þeirra sem vilja afnema ÁTVR og koma vínsölu inn í almennar matvöruverslanir. Það mun vera á stefnuskrá Heimdallar. Mér fyndist heiðarlegra að samtökin kenndu sig við þann málstað en ekki bætta vínmenningu. Fólk á að koma hreint fram og undir réttu flaggi.
Sunna Sara