Fara í efni

SAMIÐ Á KOSTNAÐ ÞRIÐJA AÐILA!

Sæll Ögmundur.
Var að hlusta á þig á Bylgjunni í morgun varðandi einkarekstur heilsugæslu. Er svo hjartanlega sammála þér að þetta væri ófremdarfyrirkomulag. Ég las einhversstaðar þessi rök sem mér finnast mjög góð þessum málstað. Í einkarekinni heilsugæslu er markmið hámörkun hagnaðar og viðleitni við að auka tekjur sem mest og skera niður kostnað. Þegar skjólstæðingur leitar til læknis þá mælir læknirinn með meðferðum, skurðaðgerðum og lyfjagjöfum. Skjólstæðingurinn er ekki í góðri aðstöðu að rökræða við lækninn og yfirleitt fylgja menn ráðleggingum lækna og gera það sem fyrir er lagt. Þarna eru tveir aðilar að semja um kostnað sem að þriðji aðili (ríkið) þarf að borga fyrir án þess að hafa nokkra aðkomu að samningunum eða hvort þörf sé yfirleitt á þessu. Í ríkisrekinni heilsugæslu er læknirinn að vinna fyrir ríkið og á að hugsa um hagsmuni ríkins jafnt og sjúklingsins. Það er því fullkomlega óásættanlegt að einkarekin heilsugæsla geti samið við sjúkling um aðgerðir og ríkið eigi svo bara að borga. Þetta myndi kalla á að ríkið þyrfti að samþykkja meðferðir og aðgerðir sem að myndi sjálfsagt tvöfalda kostnað ríkisins. Það eru framkvæmdar milljónir af aðgerðum í Bandaríkjunum sem ekki var þörf á til að græða meiri pening frá tryggingarfélögunum. http://www.usatoday.com/story/news/nation/2013/06/18/unnecessary-surgery-usa-today-investigation/2435009/
Bragi Baldursson