Fara í efni

SAMHERJI BIÐST AFSÖKUNAR - EÐA ÞANNIGAfsakið ástkæru vinir og þjóð
á gróðabrautinni er oft svell
En auðvitað erum indæl og góð
og viljum axla þennan skell.

STYTTING VINNUTÍMA GAGNIST ÖLLUM

Nú vinnutíma styttum stund
alþýðan stendur vakt
Fjölskyldum það léttir lund
og leiðist öll í takt.

AUÐVALDSHYGGJAN Í BOÐI V/G

,,Æ nú byrjar það allt aftur‘‘

Bjarni seldi bankann minn
og bætti á vandann
ennþá er sami slagurinn
við Elítu fjandann.

Bréfin eignast smátt og smátt
á sorgarferli bendi
hún kallar það víst þjóðarsátt
þessi spillta hendi.

Höf. Pétur Hraunfjörð.