Fara í efni

SAKLAUSA SÍMTALIÐ

Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.

UM-KÓFIÐ

Hörmungar lífsins horfum á
um heimsbyggðina alla
Því kófið virðast flestallir fá
sjúkir og aldnir falla.

Þegar alþingismenn skrifuðu undir framsal á KVÓTA.

Eftir framsal á fiskveiðikvóta
fóru sægreifar lífsins að njóta
kvóti var elfdur
á örfáar hendur
og allir samþykktu leikinn ljóta.

Þeir auðlindina fá næstum frítt
mönnum finnst það helvíti skítt
góðan arð borga
ei hætta að orga
og Lilju Rafney er til þeirra hlýtt.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.

Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.  

Spillingin hér spyrst nú út
spennan vex á Bjarna
Og Fjármálin öll farin í hnút
frjálshyggju til varna.

Höf. Pétur Hraunfjörð.