Fara í efni

RÍKISSTJÓRNIN OG KVÓTAKERFIÐ

Hún gerir ríka ríkari
raunverulega jú
og spillta líka spilltari
speki mín er sú.

ÆJI JÁ

Já væri það ekki bara best
breyta og kjósa aftur
Framsókn þá setjum á frest
með fjárglæfravafstur.

Ástin og lífið

Ástin þykir víst æði klók
yndisleg við að búa.
Sé hún lögð á banka bók
ber hún vexti drjúga.

,,Kaldrifjaðir bæjarfulltrúar‘‘

Þeir kettina vilja hafa heima
frá bæjarstjórn heyri
Mótmæli nú stöðugt streyma
 frá Akureyri.

Höf. Pétur Hraunfjörð.