Fara í efni

REYNSLULEYSI?

Mikil mistök eru það af Steingrími J Sigfúsyni að gera Svavar Gestson að formanni samninganefndar um Icesasve. Svavar Gestsson er nefnilega svo reynslulaus. Það segir síðasti blaðamaður kaldastríðsins Agnes Bragadóttir
að minnsta kosti.
Svavar Gestsson hefur bara verið alþingismaður í rúm 20 ár, ráðherra fjögurra ráðuneyta í 8 ár og svo hefur hann verið sendiherra í 10 ár. Það fer gott orð af Svavari í þeim verkum ef menn nenna að kynna sér það.
Auk þess var Svavar Gestsson ritstjóri Þjóðviljans í 10 ár. Það er kanski vandinn, Agnes? Því það er ekki reynsluleysi sem þvælist fyrir Svavari Gestssyni.
Fjóla