Fara í efni

REYKJAVÍK VALTAR YFIR VILJA MEIRIHLUTANS

Borgarstjóri segir í fréttum að forsvarsfólk Reykjavíkurborgar sé reiðubúið að setjast niður og ræða framtíð Reykjavíkurflugvallar. Er það svo? Það er þá eitthvað alveg nýtt. Ég hef oft hlustað á borgarstjóra og félaga hans tala um framtíð vallarins og aldrei hefur örlað á samstarfsvilja. Ný ríkisstjórn segist vilja leysa deiluna. Hvaða deilu? Yfirlýstur vilji yfirgnæfandi meirihluta Reykvíkinga og landsmanna allra vilja hafa flugvöllinn þar sem hann er. Er ekki einboðið að fara ber að þessum vilja? Öll framgana forsvarsfólks Reykjavíkurborgar gengur út á að valta yfir þennan meirihlutavilja. Þetta er gert um leið og talað er um vönduð vinnubrögð. Mér verður illt!
Reykvíkingur