Fara í efni

RANGAR REIKNI-FORSENDUR

Sælir veri lesendur. Mig langar að benda á vissa skekkju þegar að fréttamenn fræðimenn, hagfræðingar og jafnvel stjórnmálamenn eru að ræða um svokallaðan kostnað á leiðréttingum. Sem eru í raun skil á þýfi en ekki löglegur hagnaður. Og svo þegar verið er að tala um þennan "kostnað", þá eru þetta upphæðir sem dreifist á 40 ár í tilfelli Íbúðalánasjóðs. Réttara væri að tala um skerðingu á árlegu tekjustreymi til Íbúðalánasjóðs um 1750 miljónir á ári næstu fjörtíu ár. Skrifað ....Einn miljarð og sjöhundruð og fimtíu miljónir...... Halló.. óraunhæft... töfrabrögð...ekki hægt...ekki til peningar.... Ef við erum að tala um 70 miljarða afskriftir á lánum þá deilist sú tala á fjölda ára sem lántakendur greiða af lánum sínum. Hér er því um að ræða um það bil 1-3 miljarða á ári... Að bera saman fjárlagagat uppá 40 millarða sem þarf að brúa á einu ári og 70 miljarða sem þarf að brúa á 40 árum er ekki eðlilegt né heiðarlegt að mínu mati. Annað hvort er fólk ekki með þetta í huga eða það þjónar þeirra hagsmunum a tala um þessa tölu í hundruðum miljarða.
Vilhjálmur Árnason

Sæll.
Mikið til í þessu.
Kv.
Ögmundur