Fara í efni

R-listinn virði samninga

Sæll Ögmundur. Þú ert einn af þeim fáu stjórnmálamönnum sem ég hef haft trú á. Því langar mig til þess að spyrja þig hvort þér finnist ekki óþægilegt að þinn flokkur skuli vera aðili að R.lista samstarfinu núna þegar R.borg virðist ekki ætla að standa við hluta úr kjarasaming er gerður var við St.Rv í byrjun árs 2001 og gilda átti til 30.nóv 2005.
Sigurbjörn Halldórsson

Komdu sæll Sigurbjörn.
Það er ámælisvert undir öllum kringumstæðum og hver sem í hlut á ef ekki er staðið við gerða samninga. Í því tilviki sem hér um ræðir hefur ekki skort á gagnrýni af hálfu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í garð stjórnenda borgarinnar. Undir þessa gagnrýni tek ég heilshugar. Að sjálfsögðu verður þrýst á það af alefli að samningar verði virtir og verði á því dráttur að einstök ákvæði kjarasamninga verði framkvæmd af tæknilegum ástæðum eins og borgin ber fyrir sig, þá komi fyrir það bætur.
Með kveðju, Ögmundur Jónasson