Fara í efni

PÓLITIK OG MANNA-RÁÐNINGAR

Nú hefur verið ákveðin róttæk breyting á RÚV: Silfur Egils lagt niður og ráðinn politískur þáttastjórnandi, án auglýsingar í staðinn! Hjá því opinbera á að auglýsa öll laus störf hversu þýðingarmikil eða þýðingarlítil þau kunna að vera. Líka þau sem eru „búin til". Þessi ráðning Gísla Marteins ber með sér pólitísk fingraför spillingarinnar. Greinilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn er byrjaður að hamast eins og Framsóknarflokkurinn að koma sínum mönnum að. Og sjálfsagt notaðar gamalkunnar aðferðir við að hygla sínum mönnum. Nú á greinilega að ná árangri með einum af besta borgarfulltrúanum. Í skákinni er talað um mannfórnir, nú er riddara fórnað fyrir peð í borgarmálunum til að reyna að ná betri stöðu í landsmálunum. Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa sama rétt eins og Framsóknarflokkurinn að finna hvaða leiðir sem er til að styrkja stöðu sína og ímynd. Allt er reynt og öllu fórnað. Hvort sú aðferð dugar, verður sagan að meta síðar. En okkur hinum sem standa utan við spillinguna finnst ekki vera farið eftir leikreglum lýðræðisins. Við getum meira að segja vænst þess að annar sé ráðinn þó við aðrir umsækendur höfum fullgild réttindi og reynslu. Spillingin hefur víða grafið um sig og því miður mistókst ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms að uppræta hana. Hefði Samfylkingin eða VG viðhaft sömu aðferð og núverandi ríkisstjórnarflokkar að koma sínum málpípum að mikilvægum störfum í fjölmiðlum reknum af opinberu fé, hefði heyrst hljóð í horni.
Guðjón Jensson