Fara í efni

OFFRAMBOÐ Á VALDI, SKORTUR Á GÓÐVILJA

Áslaug í þyrlu þeyttist um landið
misnotaði þá almannafé
Enn sýnir nú flótta-fólkinu valdið
fádæma hroka þarna sé.

Tíminn líður tæplega hratt
í tímabundinni veiru
Valdið gæti því marga glatt
með góðvilja og fleiru.

Víst er árið viðsjávert
verufjandinn bagar
Lítið við því getum gert
greiðslubyrðin nagar

Af bótunum borga má
bæði mat og leigu
Eftir það ég lítið á
er með þeim feigu.

Kári vill hér verja land
og veirunni halda frá
Áður en allt fer í strand
öllu landinu á.

Kreppan hér sífellt sígur á
sárri fátækt ei losnum frá
minni er velta
margir svelta
og CÓVÍD líka á leiðinni hjá.

Til siðanefndar Samherji kærir
því lítið sjálfur forstjórinn lærir
Þorsteinn Már
er hörundsár
og með fíflagangi þjóðina ærir

Æran virðist alveg farin
algjört stjörnuhrap
Sálin líka lúin og marin
lifir við ærutap.

Höf. Pétur Hraunfjörð.