Fara í efni

NOKKRIR "VÍSURÆFLAR"

Sæll Ögmundur.

Þakka fréttabréfið.

 

Held þú hafir gaman af vísuræflum..

 

Þetta var nú til einhverjusinni á sjúkrahúsinu. (á kostnað ríkisins).

 

Leit til lofts og bað þá Feðga Báða

blessaða að losa mig við kláða.

Þeir litu jú á

ljótt var að sjá

en leist ekki á þennan snáða...

 

Mér var nú sagt að biðja betur:

 

Nú bið ég af heilum huga

held að  ætti að duga.

Um bjartari tíð

eftir bölvaða hríð

bara að sé nokkur smuga....

 

Þegar sviðsstjórar komu á Hælið.

Ekki væsir um mig hér.
Yndislegt að vera.
En óvitarnir ætla sér
allt í burt að skera.......

Við útskrift Hælinu 18. mai...

Þótt lafi hérna lítið skott
líklega, af elli
þá eruð þið svo osköp flott
þar engan dóm um felli......

Kv.
Steingrímur