Fara í efni

NEI VIÐ ICESAVE!

Núna var einn að þínum stuðningsmönnum að lýsa yfir því að hann ætlar að styðja Ice-Save samninginn eins og hann kemur fyrir núna, ég get ekki sagt annað en ég að varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég get ekki séð mig færan um að benda á einn jákvæðan punkt í þessum samningum, það er bara verið að skuldbynda mig og afkomendur mína og ég er samt sem áður aðeins 18 ára. Ég tek það ekki í mál að borga þessa samninga, ég samþykkti aldrei að verða ábyrgðamaður fyrir þessu og mér finnst það forkastanlegt að fólk hugsi til þess að samþykja þá. Hvort er verra, 5-10 ár í efnahagsþrengingum og minnkun lífskjara eða skuld sem mun hafa áhrif á alla í nútímanum og komandi framtíð? Mér finnst fyrri kosturinn standa gífurlega mikið upp úr!! Þú hefur alltaf verið maður orða þinna og fylgt þinni sannfæringu, það er aðeins hægt að segja um þrjá menn á Alþingi. Ég treysti því að þú bregðist ekki meirihluta þjóðarinnar, þú ert eina vopn okkar í innsta hring stjórnmálaóreiðunar. Segðu Nei við Ice-Save! Það yrði í þökk okkar allra.
Sævar Már Gústavsson

Heill og sæll og þakka þér bréfið. Félagar mínir sem þú vísar til er fólkið sem hefur orðið þess valdandi að málið fór í skaplegri farveg. Ekki gleyma því!
Kv.
Ögmundur