Fara í efni

Nauðunga sölur fram undan

Seðlabankinn svíkur landann
of seint munu leysa vandann
ei vextina lækka
vandamál stækka
í okrinu fólkið missir andann.

FARANDVERKAMAURINN ÖJ

Hann er það sem hann er
aldrei með neitt þvaður
Hann ferðast hvert sem er
enda farandverkamaður.

Ýmsa hluti varð Ömmi að vita
undir kötlum kynti hita
Hörðum höndum vinna og strita
helst engin mátti vita.

,,Já er það ekki‘‘

Kannski er Katrín á förum
í könnunum efst á blaði
Frá flokknum á líkbörum
nú æðir á Bessastaði.

,,MARGIR KALLAÐIR‘‘

Mikið gengur mörgum til
margir fala djobbið
Ei Bessastaða baráttu skil
bara fyrir snobbið.

,,Svona er Spillingin‘‘

Vinstri grænir fá að fjúka
ákaflega ill fór
þingsetu jú líklega ljúka
enduðu í Íhaldskór.

Höf. Pétur Hraunfjörð.