Fara í efni

NAFNGIFTIR BANKA

Sammála þér Ögmundur um Arion bankann. Þetta er ömurlegt nafn svo ekki sé meira sagt, hreint ömurlegt. Þetta nafn sæmir engum banka nema þeim sem ætlar sér eitthvað glæpsamlegt. Ég sem maður get ekki borið virðingu fyrir þessum banka, ég vildi fá aftur Búnaðarbankann með sínum eðlilegum og íslenzkum hefðbundnum gömlu góðu gildum. Ekki finnst mér heldur bankastjórinn traustsins verður, hann hefur gengið hart að viðskiptavinum sínum og ætti þess vegna að skammast sín á sama tíma og hann hefur verið einstaklega afskriftarglaður við fyrirtæki sem hafa gerst sek um glæpsamleg verk sbr. afskriftir milljarða kúlulána. - Um hinn bankann, þ.e.a.s. Landsbankann gildir annað mál, nefnilega það að þar sem hann hefur valdið enn meiri skaða, vildi ég frekar að hann yrði lagður niður þar sem hann getur ekki verið lengur banki allra landsmanna. Ekkert annað nafn getur komið í staðinn fyrir Landsbankann því hann getur ekki heitið öðru nafni sökum þess að hann var banki okkar allra, en vegna þess mikla skaða hann hefur valdið okkur vil ég frekar að hann hverfi af sjónarsviðinu "forever" því miður þar sem bankastjórarnir og eigendur hans hafa lagt það miklar "drápsklifjar" á okkur sem Icesave málið er. Svo miklar að veldur miklum tárum. "Þökk" sé Davíð Oddssyni sem gaf bankann þessum óvinum okkar sem verða sóttir til saka FYRR en seinna. -
Carl Jóhann Lilliendahl