Fara í efni

MUNIÐ EFTIR PRÓFKOSNINGUNNI !

Ég vil minna alla Reykvíkinga á prófkjör okkar framsóknarmanna vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Prófkjörið sjálft fer fram í Skautahöllinni í Laugardal núna á laugardaginn, 28. janúar. Þá er hægt að kjósa utankjörstaðar í gripahúsi nr. 1 í Húsdýragarðinum frá og með deginum í dag, nánar tiltekið í fyrsta húsinu austan við selalaugina Aðgangur á báða staðina er ókeypis, veitingar sömuleiðis, varningur ýmis og skemmtanir. Það verður heitt á könnunni og freyðandi bjór á krananum. Þá verður dreift sérdeilis fallegum barmmerkjum og níðsterkum verjum, sérmerktum flokknum, og er þá aðeins fátt eitt nefnt.

Setjum X – B (jörn Inga) á oddinn og leggjum þannig traustan grunn að stórbættu mannlífi í hreppnum.

Jón Ásbjörnsson,

bóndi, Rauðará