Fara í efni

MISVÍSANDI FRÉTT

Heldur þótti mér misvísandi fréttin á visir.is þar sem svo var að skilja að þú vildir leggja niður RÚV að undanskilinni Gufunni, það er Rás 1. Þessi ályktun var dregin af samtali ykkar Brynjars Níelssonar, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á Bylgjunni í morgun. 
Ég trúði því ekki að þú hefðir sagt þetta Ögmundur og hlustaði á þáttinn til að ganga úr skugga um þetta. Þá kom náttúrlega í ljós að þetta er af og frá. Þú varst að færa rök fyrir því að lokun Rásar 2 myndi skerða tekjur RÚV og einmitt sverfa að Rás 1. Það mætti ekki gerast.
Hér er slóðin  er slóðin á fréttina og þáttinn: http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP19858
Starfsmaður RÚV