Fara í efni

MILLJÖRÐUM AUSIÐ ÚT Í FÁTI

Verktakarnir eru komnir í gang að búa til “varnargarða” á jarðskjálftasvæðinu á Reykjanesi nánast út í loftið.
Alþingi er stillt upp við vegg og látið samþykkja skattahækkanir til að standa straum af kostnaðinum. Hver getur sagt nei á meðan íbúar Grindavíkur eru í losti og allir vilja þeim vel?

Augljóst er að Grindavík verður aldrei örugg.
Einkafyrirtækið HS Orka verður aldrei öruggt og þyrfti að leita sér öryggis með því að nýta gróða sinn til þess í stað þess borga hlutföfum arð.

En gerum Leifsstöð örugga, Reykjanesbæ örugan, Sandgerði, Hafnir og aðrar byggðir. Notum milljarðana í Viðlagasjóði til að undirbúa nýjar leiðir fyrir vatn og rafmagn inn á þessi svæði.
Þar með yrði hugsað til framtíðar.
Þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar voru löngum kölluð að pissa í skóinn sinn. Vandinn er sá að skórinn er okkar skór. Okkur er ætlað að borga brúsann sem væri sjálsagt mál ef ráðastafanirnar væru yfivegaðar. Það eru þær ekki.
Jóhannes Gr. Jónsson