Fara í efni

MÍLA OG MILLJARÐARNIR

Nú Mílu þeir munu víst selja
með öllum tækjum og tólum
Og aurana svo auðvitað telja
í öruggum skattaskjólum.

,,SAMI GRAUTUR ÚR SÖMU SKÁL‘‘

Þau stjórnarmyndun standa í
stefunumálin fara þar fyrir bí
fátæka trassa
stólana passa
og frjálshyggjuna sjáum á ný.

Verðbólgu höfum sem fylgi fisk
færist í aukana á næstunni
þá mun vanta á hvers manns disk
og hjá Kötu litlu gæskunni.

Með Íhaldinu ´ún aftur fer
og allri hugsjón glata
Á eftir fylginu fljótlega sér
farðu nú varlega Kata.

,,STJÓRNARSÁTTMÁLINN‘‘

Sáttmálann nú sitja við
Bjarni. Siggi. og Kata
En velferð alla vilja á bið
verma stóla og plata.

Höf. Pétur Hraunfjörð.