Fara í efni

MÉR ER BARA SPURN!

Sæll Ögmundur...
Ég var að lesa grein þína með fyrirsögninni "BROTTREKNIR RÆSITÆKNAR Í VALHÖLL?"
Þú drepur á uppsagnarmál ræstitækna og læknaritara ásamt að starfsmenn og meðlimir í BSRB voga sér að fara á fund heilbrigðisráðherra í húsakynnum stjórnmálaflokks hans! 
Það sem ég fæ ekki skilið, er, hvernig stendur á því að verkalýðshreyfingin leyfir heilbrigðisráðherra að haga sér eins og hann gerir, án þess að fara í verkfall!  Þar á ofan hvernig það getur átt sér stað að meðlimum verkalýðshreyfingarinnar leyfist að láta sér detta í hug, að láta andstæðinginn narra sig í vígstöðvar hans!
Ég hreinlega skil þetta ekki; er verkalýðshreyfingin orðin handónýt?  Er verkalýðshreyfingin orðin aðeins kontór til að innheimta meðlimagjöld og reka sumarbústaði?  Eða er þetta aðeins eitt atriðið í hinni alræmdu "þjóðarsátt" á milli stjórnvalda, stjórnarandstöðunnar og veraklíðsleiðtoganna?  Hvar er manndómurinn og hugrekkið?  Mér er bara spurn!   
Úlfur

Sæll Úlfur.
Ég lái engum að sækja fund heilbrigðisráðherra. Hitt finnst mér ámælsivert hvar hann efnir til fundarins. En spurningar þínar og tifinningaþrungnar vangaveltur eiga vissulega rétt á sér.
Kv.
Ögmundur