Fara í efni

MEGHAN

Grátklökk hún gat ekki andað
greiðleg svör og mikið vandað
sagði of mikið
fór yfir strikið
en miljónum fyrir vikið landað.

Kristján Þór fer ekki fram!

Kristján ætti að fara frá
fáir viljann verja
Sigldi beint á sakaskrá
með Samherja.

,,ENN OG AFTUR‘‘

Nú vextina þeir vilja hækka
og verðbólgugróða stækka
Í fátækt mun ekkert fækka
þar fleiri sig líti lækka.

,,ÞAÐ LÍÐUR AÐ ÞVÍ‘‘

Í verðbólgu og verðbréfa sukki
virðist húsnæði fylgja því jukki
fólki mun blæða
bankarnir græða
og græðgin þar tekin með trukki.

,,HERRA. ÓSEÐJANDI‘‘

Sannleika ´ann sjálfsagt kann
Þótt sjálfur ekki noti hann
Við þekkjum öll manninn þann
Þar ósvifnasta náungann.

KVÓTI OG KAMPAVÍN

Hinir óseðjandi hafa það fínt
útgerðir hafa margar upp tínt
kvóta þeir eiga
kampavín teiga
allskonar veseni er á þá klínt.

Þeir eru taldir óseðjandi
og fáir þá verja
Fólkið í þessu litla landi
ei Þolir Samherja.

Höf. Pétur Hraunfjörð.