MEÐVIRKNISVEIRAN Á ALÞINGI
						
        			23.01.2021
			
					
			
							Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
 Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
Skriflegt leyfi
Hart er nú að honum sótt,
hann þó málið reifi.
Konu vildi kynnast fljótt,
koss og skriflegt leyfi.
Máli vísað heim í hérað
 
 Lögin ekkert líða kjass,
 liggur undir pressu.
 Ef að strýkur stúlkurass,
 stattu klár að þessu.
Skipt um hest
 
 Menn heyrðu áður hófatak,
 hafði Rósa planið.
 Annað skríður upp um bak,
 inn í Samfóklanið.
Bjarni boðaður í yfirheyrslu?
Blettir falla á bestu menn,
Bjarni nú skal vitna.
Teflon-húðin tollir enn,
 tekin þó að slitna.
Kári
